20 kílóum léttari og óþekkjanlegur

Jonah Hill hefur grennst töluvert.
Jonah Hill hefur grennst töluvert. skjáskot/Mirror, Imdb

Leikarinn Jonah Hill var nánast óþekkjanlegur þar sem hann gekk um götur Hollywood á þriðjudagin en leikarinn er búinn að missa um 20 kíló að undanförnu. 

Hill þurfti að bæta á sig fyrir myndina War Dogs í fyrra og þegar hann var sem þyngstur var hann um 115 kíló samkvæmt Mirror

Leikarinn ákvað að losa sig við þessi aukakíló en hann greindi frá því hjá Jimmy Fallon að hann hafi fengið ráð hjá leikaranum Channing Tatum. „Ég bætti á mig fyrir myndina War Dogs og ég vildi komast í betra form þannig ég hringdi í Channing Tatum og sagði, hey ef ég borða minna og fer í einkaþjálfun, mun ég komast í gott form?“ Á Hill að hafa spurt vin sinn. „Og hann sagði, já hálfvitinn þinn, auðvitað muntu gera það, þetta er það einfaldasta í heiminum.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hill léttir sig en hann þurfti að grenna sig töluvert þegar hann lék í Moneyball árið 2011. 

Leikarinn Jonah Hill.
Leikarinn Jonah Hill. mbl.is/AFP
mbl.is