Chris Cornell látinn

Cornell sést hér á tónleikum í Laugardalshöll árið 2007. Hann …
Cornell sést hér á tónleikum í Laugardalshöll árið 2007. Hann hélt aðra tónleika á Íslandi í Eldborg í fyrra. mbl.is/Eggert

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Cornell er látinn, 52 ár að aldri. Cornell er þekktastur fyrir að hafa verið söngvari og lagasmiður í rokkhljómsveitunum Soundgarden og Audioslave. Hann hefur haldið tvenna tónleika á Íslandi, síðast í Eldborg í Hörpu í fyrra.

Hann söng einnig aðallagið í Bond-myndinni Casino Royale, frá árinu 2006, og gerði það ennfremur gott sem sólólistamaður.

Fjölmiðlafulltrúi tónlistarmannsins, Brian Bumbery, greindi frá þessu í yfirlýsingu. Hann segir að Cornell, sem fæddist 20. júlí árið 1964, hafi látist í Detroit í gærkvöldi. Hann var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þegar hann féll frá.

Bumbery segir að Cornell hafi verið bráðkvaddur og þetta hafi komið öllum á óvart, eiginkona hans og fjölskylda sé í áfalli.

Dánarorsökin liggur ekki fyrir, að því er fram kemur í frétt á vef Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant