Svíinn gagnrýnir orð Portúgalans í Eurovision

Robin Bengtsson á sviðinu í Kænugarði.
Robin Bengtsson á sviðinu í Kænugarði. AFP

Sænski söngvarinn Robin Bengtsson, sem hafnaði í 5. sæti Eurovision, hefur gagnrýnt sigurvegara keppninnar, hinn portúgalska Savlador Sobral, fyrir umdeilda ræðu sína þegar hann tók við bikarnum í Kænugarði á laugardaginn.

Bengtsson sagði á Instagram að ræða Sobral hefði ekki verið sönnum sigurvegara sæmandi.

Þegar Sobral tók á móti verðlaununum fyrir lagið Amar Pelos Dois sagði hann okkur búa í heimi „einnota tónlistar; skyndibitatónlistar án alls innihalds. Ég held að þetta gæti verið sigur fyrir tónlist fólks sem býr til tónlist sem þýðir eitthvað,“ sagði Sobral. „Tónlist er ekki flugeldar, tónlist er tilfinning. Reynum að breyta þessu og færa tónlistina aftur heim.“

Bengtsson sem flutti popplagið I Can‘t Go On gangandi á hlaupabretti hefur nú tekið sig til og varið „skyndibitatónlist“ á Instagram.

„Til hamingju með sigurinn. Ég er mjög hrifin af laginu þínu og hvernig þú syngur en mér finnst að ræðan þín eftir sigurinn hafi ekki verið sönnum sigurvegara sæmandi,“ skrifaði Bengtsson á Instagram. „Skyndibitapopptónlist getur verið það besta í heiminum á réttum stað og réttum tíma, rétt eins og svona fallegt lagt eins og þitt.“

Þetta er í fyrsta skipti sem Portúgal vinnur Eurovision en Svíar hafa unnið sex sinnum.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson