Hélt hún mundi fá jafn mikið borgað

Robin Wrigth hélt að hún ætti að fá jafn mikið ...
Robin Wrigth hélt að hún ætti að fá jafn mikið borgað og Kevin Spacey. mbl.is/AFP

Robin Wright opnaði sig nýlega í viðtali við The EDIT um áfallið þegar hún uppgötvaði að hún fékk minna borgað en Kevin Spacey fyrir hlutverk sitt í House of Cards. 

„Mér var sagt að ég mundi fá jafn mikið borgað og ég trúði þeim, ég komst að því nýlega að það var ekki satt,“ sagði Wright sem sagði jafnframt að það þyrfti að kanna þetta betur. Persónur þeirra eru jafningjar í þáttunum þrátt fyrir að persóna Spacey segi ef til vill meira en það sé vegna þess að persónurnar eru með mismunandi persónuleika. 

Þrátt fyrir þetta segist Wright vera ánægð með þættina en í fyrstu héldu þau Spacey að þættirnir mundu bara endast í eitt ár. 

House of cards eru meðal vinsælli þátta í sjónvarpi í ...
House of cards eru meðal vinsælli þátta í sjónvarpi í dag.
mbl.is