Kennir tónlist og fylgir eftir sigri

Karitas Harpa er hörkukvendi af Suðurlandinu sem stendur í ströngu þessa dagana. Ásamt því að fylgja eftir sólóferlinum sínum eftir sigur í The Voice fyrr á árinu kennir hún unglingum á Laugalandi í Rangárvallarsýslu, sér um tónlistar-, leiklistar- og sjálfstyrkingarnámskeið á Selfossi, er umsjónarmaður í félagsmiðstöð og síðast en ekki síst elur upp strákinn sinn hann Ómar Elí.

Karitas Harpa sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunu, Sæla. Lagið er eftir áströlsku tónlistarkonuna Sia og hét upprunalega My Love en íslenskan texta gerði Arnar Freyr Frostason kenndur við Úlf Úlf. „Það svoldið ógnvekjandi að senda frá sér út í heiminn eitthvað sem maður hefur unnið hart að og sett mikla tilfinningu í, maður verður svolítið berskjaldaður. Sem betur fer hafa viðbrögðin sem ég hef fengið ekki verið neitt nema góð, vonandi heldur það þannig áfram með komandi efni,“ segir Karitas en lagið hefur fengið töluverða spilun í útvarpi og fær hún reglulega „snöpp“ frá vinum sem heyra lagið í útvarpinu.

Karítas mætti í K100 Live Lounge og flutti fyrir okkur lagið sitt „Sæla“ ásamt ábreiðu af laginu „Love on the brain“ með Rihanna.

Karitas Harpa.
Karitas Harpa. Ljósmynd/Julie Rowland
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson