Leonardo DiCaprio á lausu

Leonardo DiCaprio er enn og aftur kominn á markaðinn.
Leonardo DiCaprio er enn og aftur kominn á markaðinn. mbl.is/AFP

Leikarinn og Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Nina Agdal eru hætt saman samkvæmt Daily Mail. Parið var búið að vera saman í um ár þegar þau hættu saman fyrir aðeins nokkrum dögum. 

„Þau ákváðu bæði að það væri góð hugmynd að hætta saman,“ sagði heimildamaður. Parið hefur aldrei komið fram opinberlega þrátt fyrir eins árs samband. En þau sáust síðast saman  9. maí þegar þau fengu sér sushi í rólegheitunum í Hollywood.

Leoanardo DiCaprio virðist ekki vera tilbúinn að stíga næsta skref þegar kemur að samböndum en leikarinn á að baki sér sambönd meðal annars við fyrirsætunnar Gisele Bundchen og Bar Refaeli. 

Ready for the summer 💙🌝

A post shared by Nina Agdal (@ninaagdal) on May 9, 2017 at 6:49pm PDTmbl.is