Sér eftir Wrecking ball-myndbandinu

Miley Cyrus er á öðrum stað í dag en árið ...
Miley Cyrus er á öðrum stað í dag en árið 2013. mbl.is/AFP

Miley Cyrus hefur verið að endurskoða líf sitt undanfarið og er nú af sem áður var þegar hún sveiflaði sér um nakin í myndbandi. En poppstjarnan segist nú sjá eftir Wrecking ball-myndbandinu. 

The Sun greinir frá því að Cyrus hafi viðurkennt að myndbandið mun alltaf elta hana það skipti ekki máli hvað hún geri. „Þetta er eitthvað sem þú getur ekki tekið burt.... að sveifla sér um nakin á málm kúlu lifir að eilífu,“ sagði Cyrus. 

Cyrus vill að fólk sjái meira en bara nakinn líkama og sjá hversu berskjölduð hún var í myndbandinu. „Ef þú horfir raunverulega í augun á mér þá er ég sorgmæddari en röddin hljómar á upptökunni.“ 

mbl.is