Fyrsti mörgæsaunginn í áratug

Fluffy er algjört krútt.
Fluffy er algjört krútt. Skjáskot

Mörgæsaunginn Fluffy McFluffyface er fyrsti mörgæsaunginn sem skríður úr eggi á dýraverndunarsvæðinu í Norfolk í meira en tíu ár.

Fluffy er svokölluð Humboldt-mörgæs og fékk sitt sérstaka nafn frá starfsmönnum svæðisins. Í Norfolk er sérstaklega verið að reyna að fjölga Humboldt-mörgæsum en færri en 32.000 mörgæsir af þeirri gerð eru eftir í heiminum.

BBC segir frá.

Að sögn starfsmanna hafa fyrstu vikurnar í lífi Fluffy gengið mjög vel en unginn er 3 vikna gamall. Hann er vigtaður tvisvar á dag til þess að fylgjast með hvort hann sé ekki örugglega að þyngjast nóg. Það verður þó ekki fyrr en í ágúst sem hægt er að komast að því af hvoru kyninu Fluffy er.

mbl.is

Bloggað um fréttina