Svartfellingurinn verðlaunaður fyrir versta búninginn

Slavko Kalezic flytur lagið sitt, Space, í búningnum fræga.
Slavko Kalezic flytur lagið sitt, Space, í búningnum fræga. AFP

Slavko Kelzić tók þátt í Eurovision í ár fyrir hönd Svartfjallalands en komst nú ekki langt í keppninni heldur hafnaði hann í 16. sæti af 18 í fyrri undankeppninni. Nú hefur Kelzić hins vegar hlotið hin vafasömu Barbara Dex-verðlaun en þau heiðra þá sem þóttu vera í verstu búningunum í Eurovision.

Belgíska heimasíðan Songfestival.be sér um kosninguna og heita verðlaunin eftir hinni belgísku Barbara Dex sem tók þátt í Eurovision fyrir Belga árið 1993. Kjóll Dex vakti mikla athygli og þótti frekar ljótur samkvæmt frétt ESCToday.

Verðlaunin hafa verið veitt á hverju ári frá árinu 1997 og nú hlaut Kelzić þau eins og fyrr segir. Hann vakti svo sannarlega athygli í keppninni, þá aðallega fyrir fléttuna góðu sem hann skartaði en einnig fyrir búninginn og svo þótti myndbandið við lag hans mjög sérstakt.

Í öðru sæti var hin lettneska Triana Park og í því þriðja var fulltrúi Tékka, Martina Bárta.

Hér að neðan má sjá Kelzić flytja lag sitt Space. 

Búningur Triana Park var frekar umdeildur.
Búningur Triana Park var frekar umdeildur. AFP
Martina Barta var fulltrúi Tékka í Eurovision.
Martina Barta var fulltrúi Tékka í Eurovision. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson