Pink Street Boys með nýtt myndband

Töffararnir í Pink Street Boys eru með sólgleraugu innandyra og …
Töffararnir í Pink Street Boys eru með sólgleraugu innandyra og spila mjög hávært rokk. Skjáskot/ YouTube

Strákarnir í háværustu hljómsveit Íslands, Pink Street Boys, voru að senda frá sér splunkunýtt myndband við lagið Wet sem verður á næstu breiðskífu þeirra, Sleazus, og er væntanleg í september. 

Að sögn Axels Björnssonar, söngvara og gítarleikara í hljómsveitinni, fjallar myndbandið um kjúklingamanninn og vini hans sem búa í holræsinu. „Hann fæddist á götum Kentucky og var ættleiddur af manninum sem fann upp KFC. Þegar hann dó varð kjúklingamaðurinn mjög leiður og fór að drekka óhóflega mikið. Þá var hann sendur til Íslands og kynnist strákunum í PSB þar sem þeir drógu hann í enn meira volæði og þá neyddist hann til að halda sig í holræsi í Reykjavik.“

Þessu dramatíska myndbandi var leikstýrt af Pink Street Boys sjálfum en það voru svo þau Jónbjörn Birgisson, Alexander Jónsson og Grace Claiborn sem sáu um klippingu. Upptökur voru í höndum Jökuls Jónssonar með aðstoð Ragnars Sigurðssonar og Daníels Rúnars Sölvasonar.

Næstu tónleikar Pink Street Boys hér á landi verða um verslunarmannahelgina, 3.ágúst, á Bar Ananas. 
Kjúklingamaðurinn í myndbandinu býr í holræsi og drekkur í óhófi.
Kjúklingamaðurinn í myndbandinu býr í holræsi og drekkur í óhófi. Skjáskot/ YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant