Sigurjón framleiðir Kulda

Sigurjón Sighvatsson , kvikmyndaframleiðandi,
Sigurjón Sighvatsson , kvikmyndaframleiðandi, mbl.is/Árni Sæberg

Kvikmyndin Ég man þig var frumsýnd á dögunum og hefur hún fengið fantagóðar viðtökur. Nú hefur kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sett aukinn kraft í að undirbúa næstu mynd eftir annarri bók Yrsu Sigurðardóttur, Kuldi. Sú  bók kom út árið 2012 en sama haust keypti Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaréttinn að bókinni. 

Yrsa segist himinlifandi yfir þessum tíðindum enda hafi Sigurjóni tekist að koma Ég man þig frábærlega til skila á hvíta tjaldinu.

„Nú get ég aftur farið að hlakka til að fara í bíó,“ segir hún. 

Bókin Kuldi kom út árið 2012 og fjallar hún um rannsókn á upptökuheimili fyrir unglinga og slær, líkt og Ég man þig, á yfirskilvitlega strengi. Bókin fékk góða dóma á sínum tíma.

Erlingur Óttar Thoroddsen hefur verið ráðinn til að skrifa handrit og leikstýra Kulda. Erlingur er fæddur og uppalinn á Íslandi, en hefur búið síðastliðin ár í New York þar sem hann lauk MFA námi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia University.

Erlingur hefur nýlega lokið við sína fyrstu mynd í fullri lengd, Child Eater, hrollvekju sem hlotið hefur góðar viðtökur.  Myndinvar lokamynd Brooklyn Horror Film Festival haustið 2016, var valin til að taka þátt í hinum vinsæla viðburði Horror Night á Stockholm International Film Festival.

Child Eater kom út í Bandaríkjunum á vegum dreifingafyrirtækisins MVD Entertainment í lok mars, 2017.

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þetta er ekki verri dagur en hver annar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Sarah Morgan
5
Jenny Colgan
Loka