Koddaslagur endurvakinn við höfnina á sjómannadaginn

Leikarinn Ingvar E.Sigurðsson er einn keppenda í koddaslag úti á …
Leikarinn Ingvar E.Sigurðsson er einn keppenda í koddaslag úti á Granda. Mynd/ b.a.h.n.s

Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður og Stephan Stephensen tónlistarmaður sameinuðu sköpunarkrafta sína árið 2013 og settu á fót fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp. Á sunnudaginn næstkomandi ætla þau að endurvekja koddaslaginn fræga við höfnina þar sem heljarmenni ganga út á planka og slá hvorn annan með kodda þar til annar dettur í sjóinn. 

„Stebbi vildi endurvekja koddaslaginn góða,“ útskýrir Helga Lilja. "Það er rík hefð fyrir koddaslag um allt land á sjómannadaginn en við höfnina í Reykjavik lagðist hann niður vegna dræmrar þáttöku. „Við ákváðum að blása lífi í þessa hefð undir okkar merkjum og hafa þetta eins og keppnissýingu. Bið að heilsa  niðrí Slipp eða b.a.h.n.s er innblásið af hafinu, merkið sjálft er ljósmerkið sem höfuðbaujurnar senda frá sér og er á öllum flíkum okkar hingað til. Okkur langað að halda eitthvað á sjómannadaginn sjálfan þar sem við erum að heiðra sjómennsku með merkinu okkar.“ 

Sex vaskir menn ætla að keppa í koddaslag á sjómannadaginn.
Sex vaskir menn ætla að keppa í koddaslag á sjómannadaginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrir þá sem hafa ekki séð koddaslag áður þá gengur hann þannig fyrir sig að tveir einstaklingar standa á mjóum planka yfir sjónum og berjast með koddum þar til annar fellur í hafið. „Þetta snýst um að keppa í jafnvægi og styrk,“ útskýrir Helga Lilja sem heldur að með breyttum tíðaranda og að sjósund sé komið í tísku gæti koddaslagurinn orðið vinsæll á ný í miðborginni.

 Það eru sex vaskir menn sem buðu sig fram í leikana á sunnudaginn en það eru þeir Ingvar E.Sigurðsson, Stephan Stephensen, Stefán Jónsson, Böðvar Guðjónsson, Jóhann Pétur Guðjónsson og Gabríel Patay.  Slagurinn, sem er titlaður  „Bræður munu berjast “verður klukkan fjögur á sunnudaginn og plankinn er staðsettur við Vesturbugt úti á Granda. Vegleg verðlaun verða veitt að honum loknum klukkan átján í versluninni Kiosk við Ingólfsstræti.

Helga Lilja Magnúsdóttir og gus gus meðlimur Stephan Stephenssen stofnuðu …
Helga Lilja Magnúsdóttir og gus gus meðlimur Stephan Stephenssen stofnuðu merkið b.a.h.n.s árið 2013. ljósmynd/ b.a.h.n.s

Helga Lilja er þekkt fyrir hönnun sína undir merkinu Helicopter en merkið b.a.h.n.s  fæddist árið 2013. „Þá bauðst mér að vera með í samsýningu undir yfirskriftinni að tónlistarmaður og fatahönnuður ættu að vinna að einhverju saman,“ segir Helga Lilja. „Við ákváðum að stofna fatamerki út frá lagi sem Stebbi var að gera og textinn hljómaði eitthvað á þá leið að hann bæði að heilsa niðrí Slipp. Hann  á skútu og er sjómaður í hjartanu. Við fenguð svo góðar viðtökur að við ákváðum að halda þessu áfram.“  Vörurnar eru fáanlegar í Kiosk og Kormáki og Skildi í Reykjaviík, í Blóðbergi á Seyðisfirði og Havarí í Berufirði og svo á netinu. 

Hún útskýrir að fatnaðurinn og fylgihlutir séu hugsaðir fyrir fólk sem vill njóta nærverunnar við hafið og meðal þess sem þau bjóða upp á eru sundbolir, hlýjar prjónaflíkur, handklæði og teppi. „Við erum svokallað „slow fashion“ merki og komum ekki með nýjar línur á hverju ári heldur bara nýja hluti annað slagið sem okkur langar í. “  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson