Stærsta sviðið til þessa komið upp

Búið er að setja upp stóra sviðið á Secret Solstice hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Að sögn skipuleggjenda er það stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi og breytir miklu fyrir framkvæmdina. mbl.is kíkti í Laugardalinn í dag. 

Hátíðin byrjar á fimmtudag og henni lýkur á sunnudag en bandaríska rokksveitin Foo Fighters mun koma fram á stóra sviðinu á föstudag. Svæðið hefur breyst talsvert á milli ára og nú verður aðalinngangur við syðri endann á Laugardalsvellinum. Sveinn Rúnar Einarsson einn skipuleggjenda hátíðarinnar segir þetta breyta miklu. „Þetta breytir öllu svæðinu frá fyrri árum þar sem við erum með stærsta svið sem hefur nokkurntíma verið á Íslandi.“

Svæðið sjálft hefur verið stækkað um 5000 fermetra á von er á hátt í 20 þúsund tónleikagestum á hátíðina. Í fyrra voru 8500 erlendir gestir og Sveinn á von á svipuðum fjölda í ár. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant