Reyndi að skera sig á púls

Hveitibrauðsdagarnir voru Díönu erfiðir.
Hveitibrauðsdagarnir voru Díönu erfiðir.

20 árum eftir lát Díönu prinsessu er verið að endurútgefa bókina Her True Story eftir Andrew Morton ásamt upptökum af frásögn Díönu. Daily Mail greinir frá því að þar sé meðal annars hægt að finna frásögn af því þegar hún reyndi að skera sig á púls stuttu eftir brúðkaup hennar og Karls Bretaprins. 

Díana sagði að það hefði verið búist við af henni að aðlagast hinu nýja lífi á einni nóttu, eitthvað sem gekk ekki. En þau Karl giftu sig 27. júlí 1981. Hveitibrauðsdagarnir voru henni erfiðir og var hún með lotugræðgi á háu stigi. 

Í fyrri hluta brúðkaupsferðar þeirra dvöldu þau á sveitasetrinu Broadlands. Það vildi svo til að á þeim tímapunkti komu út bækur eftir heimspekinginn Laurens van der Post. Það sem Karl var mikill aðdáandi þá þurfti hann að lesa þær og greina þær síðan yfir hádegismatnum á hverjum degi. Eitthvað sem Díönu fannst ekki skemmtilegt en lesturinn veitti Karli ánægju og því lét hún sig hafa það.

Eftir dvölina á sveitasetrinu dvöldu þau á snekkju þar sem þau þurftu að halda veislur fyrir breskt aðalsfólk á hverju kvöldi. „Þannig það var enginn tími fyrir okkur. Fannst mjög erfitt að kyngja því,“ sagði Díana á upptökunum.  

Karl og Camilla gengu loks í hjónaband árið 2005. En …
Karl og Camilla gengu loks í hjónaband árið 2005. En Díönu var heltekin af Camillu rétt eftir brúðkaup sitt og Karls. mbl.is/AFP

Þessar fyrstu vikur hjónabandsins fóru því ekki vel í Díönu og það bætti ekki úr skák að hana dreymdi Camillu, núverandi eiginkonu Karls á nóttinni. „Ég varð rosalega, rosalega mjó. Í október var ég mjög illa haldin. Ég var svo þunglynd og ég var að reyna skera mig á púls með rakvélarblaði.“

Af lýsingum Díönu að dæma var hún ekki sátt með meðferðina sem hún fékk. En hún var send til læknis og fékk meðal annars háan skammt af Valíum. „Pillur, sögðu þeir við mig. Það var það sem átti að gera mig hamingjusama.“

Díana prinsessa þjáðist af lotugræðgi.
Díana prinsessa þjáðist af lotugræðgi. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant