Lindsay Lohan stödd á Íslandi

Lindsay Lohan á rauða dreglinum.
Lindsay Lohan á rauða dreglinum. AFP

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan er stödd hér á landi vegna brúðkaups vinar hennar Olivers Luckett og Scott Guinn.

Luckett er samfélagsmiðlasérfræðingur, fjárfestir, raðfrumkvöðull og annar tveggja eigenda fyrirtækisins Efni.

Hann hefur verið búsettur hérlendis og er eigandi Kjarvalshússins.

Lohan er þekkt fyrir leik sinn í myndum á borð við Mean Girls og Just My Luck.

Oliver Luckett.
Oliver Luckett. mbl.is/Ófeigur
mbl.is