Góð stemning þrátt fyrir rigningu

Eurovision-stjarnan Daði Freyr kom fram á lokakvöldi Secret Solstice.
Eurovision-stjarnan Daði Freyr kom fram á lokakvöldi Secret Solstice. mbl.is/Hanna

Gríðarleg stemning var á tónlistarhátíðinni Secret Solstice þegar íslenska hljómsveitin Kiriyama family og Daði Freyr stigu á svið á lokakvöldi hátíðarinnar.

Gestir voru duglegir að dilla sér með þrátt fyrir talsverða úrkomu. Á síðasta degi hátíðarinnar hefur fólki þó farið talsvert fækkandi sérstaklega þegar liðið hefur á kvöldið og ljóst að veðurguðirnir spila þar ansi stórt hlutverk.

Kiriyama Family var í góðum gír á hátíðinni.
Kiriyama Family var í góðum gír á hátíðinni. mbl.is/Hanna

Fjölskyldufólk er nokkuð áberandi á hátíðinni enda þykirflesturm börnum gaman að upplifa tónlist og dansa.

Aðdáendur Daða Freys létu sig ekki vanta og voru að ...
Aðdáendur Daða Freys létu sig ekki vanta og voru að sjálfsögðu í réttu múnderingunni. mbl.is/Hanna

Mikil stemning og eftirvænting var fyrir erlendu hljómsveitunum eins ogFooFighters ogTheProdigy sem skiluðu sínu af stakri snilld á föstudags og laugardagskvöldið.

Fólk klæddi sig eftir veðri enda veðurguðirnir ekki í sólskinsskapi ...
Fólk klæddi sig eftir veðri enda veðurguðirnir ekki í sólskinsskapi í dag. mbl.is/Hanna

Hins vegar gáfu íslensku böndin þeim erlendu lítið eftir. Á laugardaginn gáfu rapphundarnir í XXX Rottwailer allt í botn og náði öllum tónlistargestum með sér. Söngvarinn, Erpur Eyvindarson eða Blazroca, gerði sér lítið fyrir og henti sér yfir mannhafið. Ekki vildi betur til en svo að aðdáendurnir misstu hann niður í jörðina sem vakti talsverð viðbrögð viðstaddra.  

Fólk var komið til að skemmta sér.
Fólk var komið til að skemmta sér. mbl.is/Hanna
Ýmiskonar leiktæki stóðu gestum til boða.
Ýmiskonar leiktæki stóðu gestum til boða. mbl.is/Hanna
Fallturninn er sígildur.
Fallturninn er sígildur. mbl.is/Hanna
Fólk á öllum aldri var á svæðinu.
Fólk á öllum aldri var á svæðinu. mbl.is/Hanna
Það er gott að eiga regnfatnað. Ekki vera ef hann ...
Það er gott að eiga regnfatnað. Ekki vera ef hann er litríkur. mbl.is/Hanna
Brosmildir félagar.
Brosmildir félagar. mbl.is/Hanna
mbl.is