Sex dömur og herra

Helga Skúladóttir Thoroddsen, öðru nafni Ginger Bisquit.
Helga Skúladóttir Thoroddsen, öðru nafni Ginger Bisquit. mbl.is/Árni Sæberg

Sjö nemendur úr framhaldshópi Kramhússins í burlesque héldu sýningu á Rósenberg í síðustu viku. Að sögn Margrétar Erlu Maack, kennara hópsins, er strax farið að huga að næstu sýningum.

„Þessir nemendur eru búnir að vera hjá mér í Kramhúsinu í burlesque frá því í janúar á þremur námskeiðum. Það sem var svo skemmtilegt við þessa sýningu var hvað hún var fjölbreytt. Þetta var allt frá „Old Hollywood-glamúr“ yfir í leðurblökuatriði með pólsku þungarokki. Mjög magnaður hópur, þarna er fólk sem er að koma á svið í allra fyrsta sinn á ævinni og líka fólk sem er þaulvant á sviði. Það sem gerðist í þessum hópi var að það voru allir svo tilbúnir að gefa af sér og læra af öðrum. Það smitar alltaf út frá sér,“ segir Margrét Erla sem er sérlega stolt af sínu fólki.

Margrét Dóróthea Jónsdóttir undirbýr sitt atriði.
Margrét Dóróthea Jónsdóttir undirbýr sitt atriði. mbl.is/Árni Sæberg
Í hópnum voru alls níu en sjö komu fram á ...
Í hópnum voru alls níu en sjö komu fram á sýningunni á Rósenberg. Hluti hópsins í góðum fíling í lok sýningar. mbl.is/Árni Sæberg
Margrét Dóróthea Jónsdóttir og Bergljót Björk stilla hljóðið fyrir sýninguna.
Margrét Dóróthea Jónsdóttir og Bergljót Björk stilla hljóðið fyrir sýninguna. mbl.is/Árni Sæberg
Brosandi nemendur undirbúa sig fyrir að stíga á stokk.
Brosandi nemendur undirbúa sig fyrir að stíga á stokk. mbl.is/Árni Sæberg
Rebekka Hlín Rúnarsdóttir notar sviðsnafnið LollaMatt, Brynhildur Björnsdóttir kallar sig ...
Rebekka Hlín Rúnarsdóttir notar sviðsnafnið LollaMatt, Brynhildur Björnsdóttir kallar sig Bíbí Bionzog Sigurður Heimir Guðjónsson kemur fram í gerviGógó Starr. Það var augljóslega léttir að geta tekiðbrjóstin sem fylgja búningi Gógóar af í lok sýningar. mbl.is/Árni Sæberg
Anna Fríða Jónsdóttir tók á móti gestum við innganginn
Anna Fríða Jónsdóttir tók á móti gestum við innganginn mbl.is/Árni Sæberg
María Kristín Steinsson, öðru nafni María Callista.
María Kristín Steinsson, öðru nafni María Callista. mlb.is/Árni Sæberg
Sigurður Heimir Guðjónsson á sams konar kjól og Margrét Erla ...
Sigurður Heimir Guðjónsson á sams konar kjól og Margrét Erla Maack, kennari hans, og af því tilefni brá sér hann í gervi hennar á sviðinu. mbl.is/Árni Sæberg