Átta milljarða skilnaður í uppsiglingu

Fyrirsætan Elle Macpherson er komin með nóg eiginmanni sínum, Jeffrey ...
Fyrirsætan Elle Macpherson er komin með nóg eiginmanni sínum, Jeffrey Soffer. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Elle Macpherson og milljarðamæringurinn Jeffrey Soffer standa í skilnaði en fyrirsætan er flutt út úr tveggja og hálfs milljarða króna villu þeirra í Flórída. 

Samkvæmt Women's Day stóð Macpherson í trú um að Soffer væri að halda framhjá þar sem hann var alltaf að vinna frameftir og úti á lífinu á meðan hún var heima með börnin sín. En fyrirsætan á tvo stráka. 

Þetta er ekki fyrsta skipti sem hjónin hætta saman en þau voru dugleg að hætta saman á þeim fimm árum sem þau voru saman áður en þau giftu sig árið 2013. Nú á fyrirsætan hinsvegar að vera fegin að þau séu að skilja en þau eru sögð hafa lifað sitthvoru lífinu í nokkra mánuði. 

Þrátt fyrir að hafa yfirgefið rándýru villuna telja fjölmiðlar ytra að Macpherson fái húsið auk 5,4 milljarða. 

🎈🎈🎈🎈 @jeffsoffer

A post shared by Elle Macpherson (@ellemacphersonofficial) on Dec 13, 2016 at 7:08am PST

mbl.is