Dagur B. skemmti sér með Lindsay Lohan

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Oli­vers Luckett og Scott Guinn giftu sig hér á landi um helgina. Brúðkaupið hefur vakið mikla athygli ekki síst fyrri stjörnuprýddan gestalista. En það var ekki bara Lindsay Lohan sem mætti í brúðkaupið. 

Luckett birti myndir frá helginni á Facebook-síðu sinni en svo virðist sem að þessi sam­fé­lags­miðlasér­fræðing­ur, fjár­fest­ir, raðfrum­kvöðull og ann­ar tveggja eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins Efni hafi heldur betur eignast vini hjá þeim sem hafa komið að stjórn Reykjavíkurborgar. En svo virðist sem borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson hafi verið í brúðkaupinu ásamt fyrrum samstarfsfólki sínu þeim Gísla Marteini Baldurssyni og Heiðu Kristínu Helgadóttur. 

Á myndum úr brúðkaupinu má einnig sjá Guðmund Kristján Jónsson eiginmann Heiðu Kristínar og aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Stellu Rósinkranz danshöfund, myndlistarkonuna Hörpu Einarsdóttur og vörumerkjastjórann Sóleyju Kristjánsdóttur. 

Kátir krakkar í sveitabrúðkaupi. Hilmar Örn að blessa Scott og Oliver. #soiceland

A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on Jun 17, 2017 at 10:11am PDTmbl.is