Eignaðist strák og stelpu

beyonce.com

Söngkonan Beyoncé eignaðist tvíbura mánudaginn 12. júní en Us Weekly greinir frá því að söngkonan hafi fengið strák og stelpu. 

Orðrómar um að söngkonan væri að fæða kviknuðu í seinustu viku eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá mikilli gæslu í kringum spítala í Los Angeles.

Ekki hefur heyrst frá Beyoncé eða eiginmanni hennar Jay-Z eftir barnsburðinn en faðir söngkonunnar greindi frá fæðingu barnanna á Twitter á Sunnudag. Fyrir eiga þau hjónin dótturina Blue Ivy sem er fimm ára. Beyonce tilkynnti óléttu sína á Instagram í febrúar, sem varð strax mest líkuð við mynd á samfélagsmiðlinum. 

mbl.is