Er bæði mamma og pabbi barna sinna

Madonna.
Madonna. AFP

Madonna óskaði sjálfri sér til hamingju með feðradaginn á Instagram-síðu sinni þar sem hún segðist vera bæði mamma og pabbi barna sinna.

Madonna á nú 6 börn en 4 af þeim eru ættleidd. Í febrúar ættleiddi söngkonan 4 ára tvíburasystur frá Malawi en hin tvö ættleiddi hún árin 2006 og 2009. Líffræðilegu börn hennar eru hin tvítuga Lourdes Maria Ciccone Leon og 16 ára Rocco Ritchie.

Madonna tapaði 9 mánaða forræðisbaráttu við fyrrverandi eiginmann sinn Guy Ritchie í september á síðasta ári eftir að sonur þeirra Rocco neitaði að flytja til New York með mömmu sinni.

Guy Ritchie hrósaði Madonnu nýverið fyrir að vera frábær móðir. 


 

Madonna ásamt tvíbura dætrum sínum Stellu og Esther.
Madonna ásamt tvíbura dætrum sínum Stellu og Esther. mbl
Madonna stofnaði mannúðarsamtök í Malaví. Hún heimsækir landið mjög reglulega. ...
Madonna stofnaði mannúðarsamtök í Malaví. Hún heimsækir landið mjög reglulega. Hún á nú fjögur börn sem hún hefur ættleitt frá þessu fátæka Afríkuríki. AFP
mbl.is