Fagri fanginn mættur á tískupallana

Fanginn fagri á tískupöllum í Mílanó um helgina.
Fanginn fagri á tískupöllum í Mílanó um helgina. AFP

Jeremy Meeks, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 2014 eft­ir að fanga­mynd af hon­um fór í dreif­ingu á net­inu, gekk tískupallana á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Er ljóst að fagri fanginn, eins og hann er oft kallaður, er að gera það gott í sínu nýja starfi sem fyrirsæta.

Meeks losnaði úr fangelsi í mars 2016 en hann var handtekinn árið 2014 í tengslum við rannsókn á ránum og skotárásum. Hlaut hann dóm fyrir ólöglegt vopnahald en í kjölfarið birti lög­regl­an í Stockt­on í Kali­forn­íu mynd af honum á face­booksíðu sinni sem fékk yfir 100 þúsund „like“ og hátt í 30 þúsund um­mæli. Þar tóku marg­ar kon­ur til máls og höfðu orð á því hversu fag­ur­eygður Meeks væri og mynd­ar­leg­ur. 

Þegar hann sat inni byrjaði hann að fá tilboð og undir lok afplánunarinnar var hann kominn með umboðsmann. Í dag er hann eftirsótt fyrirsæta og virðist sem hann hafi snúið blaðinu við.

Meeks hefur verið að gera það gott í fyrirsætuheiminum.
Meeks hefur verið að gera það gott í fyrirsætuheiminum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson