Fíkniefni fundust í líki Fishers

Carrie Fisher.
Carrie Fisher. AFP

Við krufningu á líki bandarísku kvikmyndaleikkonunnar Carrie Fisher kom í ljós að blanda af fíkniefnum, þar á meðal kókaíni og alsælu, var í líkama hennar þegar hún fékk hjartaáfall sem leiddi til dauða hennar í desember samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Fisher, sem þekktust var fyrir að leika Leu prinsessu í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, hafi einnig verið undir áhrifum áfengis. Þá fundust leifar af heróíni í líkinu og ópíum. Ekki er þó vitað hvenær efnin voru innbyrt.

Fyrir vikið kemur fram í krufningarskýrslunni að ekki sé hægt að fullyrða að heróínið hafi leitt til dauða Fishers. Talið er að kókaínsins hafi verið neytt innan þriggja daga í aðdraganda dauða Fishers. Fíkniefnaneysla er sögð hafa átt þátt í andláti hennar.

mbl.is