Kryddpíu-tímabilið reyndist erfitt

Poppstjörnu hlutverkið reyndist Mel C erfitt.
Poppstjörnu hlutverkið reyndist Mel C erfitt. mbl.is/AFP

Kryddpían Mel C átti ekki sjö dagana sæla rétt fyrir aldamótin þrátt fyrir að hafa verið heimfræg poppstjarna. Íþróttakryddið var greind þunglynd árið 2000. 

Samkvæmt Hello greindi Mel C nýlega frá því að hún fékk það á heilann að verða fullkomin. Hún borðaði afar lítið og æfði mjög mikið. „Ég hélt ég þyrfti að vera á ákveðinn hátt til þess að eiga allt það skilið sem var að koma fyrir mig,“ sagði Mel C. „Til þess að vera poppstjarna þurfti ég að vera fullkomin og þetta var mín leið til þess að ná fullkomnun.“

Mel C ásamt hinum Kryddpíunum.
Mel C ásamt hinum Kryddpíunum.
mbl.is