Miley Cyrus reifst við Dolce & Gabbana

mbl/AFP

Söngkonan Miley Cyrus gagnrýndi fatahönnuðina Dolce & Gabbana á Instagram-síðu sinni eftir að eldri bróðir hennar, Braison Cyrus, sýndi á tískusýningu fyrir fatahönnuðina á sunnudag. 

Hún byrjaði á því að óska bróður sínum til hamingju en endaði svo á því að segja að hún væri ósátt við stjórnmál tískuhússins. 

Stofnendur Dolce & Gabbana eru báðir samkynhneigðir en þeir sögðu í viðtali við Panorama að þeir væru á móti því að leyfa samkynhneigðum að ættleiða því það væri ónáttúrulegt. Margar stjörnur á borð við Victoria Beckham og Elton John ákváðu að sniðganga fatamerkið eftir þessar staðhæfingar. Einnig hafa hönnuðirnir klætt Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna við mörg tilefni sem hefur ekki fallið vel í kramið hjá þeim sem eru á móti Trump. 

Stefano Gabbana var ekki lengi að svara fyrir sig á Instagram þar sem hann sagðist vera alveg sama um stjórnmál þar sem hann er ítalskur og bað Cyrus um að sniðganga fatamerkið. 

mbl.is