Úkraínumenn settu orðspor Eurovision í hættu

Söngkonan Yuliya Samoilova fékk ekki að taka þátt í Eurovision. …
Söngkonan Yuliya Samoilova fékk ekki að taka þátt í Eurovision. Rússar drógu sig í kjölfarið úr keppninni. AFP

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sektað Úkraínumenn fyrir að leyfa ekki rússneskri söngkonu að taka þátt í keppninni í ár en að sögn EBU er sektin „umtalsverð“.

Það var stjórn EBU sem ákvað að sekta úkraínsku sjónvarpssöðina UA:PBC fyrir að hindra hina rússnesku Yuliyu Samoilova í að taka þátt vegna ólölegrar inngöngu hennar á Krímskagann árið 2015.

EBU gaf ekki upp hversu há sektin er en yfirmaður UA:PBC, Zurab Alasaniya, hefur sagst búast við að hún yrði allt að 200.000 evrur eða því sem nemur 23,5 milljónum íslenskra króna.

Að sögn Alasaniya verður ákvörðuninni um sektina áfrýjað en hann býst ekki við að það muni hafa einhver áhrif.

Að sögn EBU voru Úkraínumenn sektaðir því þeim „tókst ekki að framfylgja skyldum sínum varðandi samstarf við EBU varðandi þátttöku rússneska listamannsins. Þá er það mat EBU að málið hafi skyggt á keppnina og sett orðspor Eurovision í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson