Bíll Englandsdrottningar til sölu

Bíll Elísabetar Englandsdrottningar er til sölu.
Bíll Elísabetar Englandsdrottningar er til sölu. ljósmynd/samsett

Sérhannaður bíll Elísabetar Englandsdrottningar er til sölu á uppboði og er áætlað að hann seljist fyrir rúmlega 7 milljónir íslenskra króna. 

Englandsdrottning og maður hennar, Filippus prins, voru keyrð um í þessum bíl á árunum 2001 til 2007. Bílinn notuðu þau í einkaerindum og ferðuðust mikið frá Windsor-kastala til Buckhingham-hallar. 

Konunglegi bíllinn var sérhannaður af drottningunni þar sem hún réð lit og hönnun bílsins. Hún lét hanna rúmgóðan bakka á milli framsæta bílsins til þess að geyma handtösku hennar og bað einnig um enga öskubakka eða sígarettukveikjara þar sem hún reykir ekki og vill ekki að fólkið í kringum sig reyki.  

Drottningin átti bílinn í næstum sex ár áður en að hún skipti honum út fyrir nýrri gerð af Daimler-bíl. 

Uppboð á bílnum verður haldið á stríðssafni Duxford-borgar 26. júlí. 

Sérhannaður bakki til að geyma handtöskur drottningarinnar.
Sérhannaður bakki til að geyma handtöskur drottningarinnar.
mbl.is