McCartney bálreið út í Beckham

Stella McCartney er ósátt við David Beckham.
Stella McCartney er ósátt við David Beckham. ljósmynd/samsett

Beckham-hjónin komu fatahönnuðinum Stellu McCartney í uppnám þegar þau birtu mynd af dætrum þeirra saman í teboði í Buckingham-höll. 

McCartney hefur mikið reynt að halda sex ára dóttur sinni, Reiley Willis, í burtu frá sviðsljósinu en eftir að David Beckham birti myndina á Instagram-síðu sinni fór hún á flug hjá fjölmiðlum og er McCartney fokreið samkvæmt heimildarmanni The Sun.

David Beckham er með 38,6 milljónir fylgjenda á Instagram og tæplega 900.000 manns líkuðu við myndina.  

Á myndinni má sjá Reiley og Harper Beckham, báðar klæddar í prinsessukjóla, við hliðina á Eugine prinsessu í Buckingham-höllinni. 

Beckham-hjónin og McCartney hafa verið góðir vinir síðan árið 2010 og urðu dætur þeirra vinkonur í gegnum foreldrana. 

Lucky Harper meeting a real life princess at the Palace x ❤️

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on Jul 10, 2017 at 1:08am PDT


  

mbl.is