Þriggja ára Big Mac-hamborgari vekur athygli

Scott Allan með hamborgarann sem er orðinn þriggja og hálfs ...
Scott Allan með hamborgarann sem er orðinn þriggja og hálfs árs gamall. Ljósmynd/Scott Allan

Scott Allan hefur geymt Big Mac-hamborgara frá McDonald's á skrifstofu sinni í þrjú og hálft ár. Borgarinn lítur enn ágætlega út eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hamborgarann má finna á skrifstofu Land Warrior Sports í Edinborg þar sem Allan starfar.

Aðspurður hvernig í ósköpunum það hafi komið til að ákveðið var að geyma hamborgarann allan þennan tíma segir Allan borgarann hafa orðið afgangs þegar starfsfólk gæddi sér á borgurum frá McDonald's og í byrjun hafi þetta verið létt grín. Borgarinn hafi svo vakið mikla forvitni og umtal og ákveðið hafi verið að geyma hann áfram.

Í samtali við mbl.is segir Allan borgarann ekki einu sinni lykta illa, þrátt fyrir að vera orðinn rúmlega þriggja ára gamall. En hversu lengi mun hamborgarinn fá að liggja á skrifstofunni? „Að eilífu, ég er að hugsa um að láta grafa hann með mér þegar ég dey,“ segir Allan kíminn.

Þess má geta að Allan heimsótti Ísland árið 2014 ásamt kærustu sinni Önnu Cathro og féllu þau alveg fyrir landinu. Parið á að koma aftur við fyrsta tækifæri, þó ekki með hamborgarann með sér. 

Scott Allan og kærasta hans Anna Cathro í Bláa Lóninu. ...
Scott Allan og kærasta hans Anna Cathro í Bláa Lóninu. Parið kom til Íslands árið 2014. Ljósmynd/Scott Allan
Parið er mjög hrifið af Íslandi og langar mikið að ...
Parið er mjög hrifið af Íslandi og langar mikið að koma aftur. Ljósmynd/Scott Allan
mbl.is