Tveggja milljóna króna sjálfsmynd

mbl/thinkstock photos

Kona sem heimsótti listasafn í Los Angeles um helgina skemmdi listaverk upp á 2 milljónir íslenskra króna þegar hún reyndi að taka sjálfsmynd af sér með listaverki.

Hverjum listmun var stillt upp á sýningarpall sem konan rakst óvart í. Þegar hún hrinti fyrsta sýningarpallinum kom hún af stað keðjuverkun þar sem hver sýningarpallurinn féll á fætur öðrum. 

Samkvæmt listasafninu gjöreyðilagðist hver einasti skúlptúr sem varð fyrir slysinu. 

Uppákoman náðist á öryggismyndavélum safnsins og sést konan stilla sér upp fyrir framan sýningarpallana til að taka sjálfsmynd og hrinda svo að minnsta kosti 10 sýningarpöllum.


 

Mynd af uppsetningu safnsins.
Mynd af uppsetningu safnsins. skjáskot/14th Factory Los Angeles
mbl.is