„Ég er ekki hóra af því ég klæðist stuttbuxum“

Ariel Winter leikur Alex Dunphy í Modern Family.
Ariel Winter leikur Alex Dunphy í Modern Family. AFP

Modern Family-leikkonan Ariel Winter er þreytt á fólki sem stimplar hana alls kyns nöfnum út af klæðaburði hennar.

„Frekar pirruð á fólki sem leggur áherslu á það að ég klæðist stuttbuxum, og segir að ég troði mér í þær, og þeim sem finnst ég ætti ekki að klæðast stuttbuxum,“ sagði Winter á Twitter í gær. 

Tíst leikkonunnar kom rétt eftir að hún birti myndir af sér á samfélagsmiðlum í gallastuttbuxum og blúndubrjóstahaldara.

„Það er sumar, hættið að pæla í þessu,“ bætir hún við. 

Leikkonan hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna klæðaburðar hennar en fólk skilur gjarnan eftir sig leiðinlegar athugasemdir undir myndum hennar á samfélagsmiðlum. 

Winter er 19 ára og segist ekki ætla að klæða sig til þess að þóknast neinum. Í staðinn klæðist hún því sem hún vill og lætur henni líða best. 

„Ég er ekki hóra af því ég klæðist stuttbuxum og hlýrabolum,“ sagði Winter. „Ég er venjuleg stelpa. Og ég er ekki að troða mér í neitt.“

First #stampede with the lovely Meaden family 💖

A post shared by ARIEL WINTER (@arielwinter) on Jul 9, 2017 at 11:21am PDT

Skjáskot/instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is