Í frábæru formi eftir tvíburana

Beyoncé eignaðist tvíbura í júní.
Beyoncé eignaðist tvíbura í júní. Skjáskot/Instagram

Rétt fyrir helgi birti Beyoncé mynd af sér á Instagram-síðu sinni aðeins rúmum mánuði eftir hún eignaðist tvíburana Sir Carter og Rumi.

Á myndinni sést ekki á söngkonunni að hún hafi eignast tvíbura fyrir stuttu. 

Beyoncé birti einnig rómantíska mynd af sér og eiginmanninum Jay-Z en samband þeirra hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að rapparinn viðurkenndi að hafa haldið fram hjá Beyoncé á plötu sinni 4:44. 

Hjónin skildu tvíburana eftir heima þar sem þau skelltu sér í veislu söngvarans Vic Mensa í upptökuveri í Los Angeles.

Aðeins er liðinn mánuður frá því að Beyoncé eignaðist tvíbura.
Aðeins er liðinn mánuður frá því að Beyoncé eignaðist tvíbura. Sljáskot/Instagram
Hjónin Jay-Z og Beyoncé sýnast hamingjusöm.
Hjónin Jay-Z og Beyoncé sýnast hamingjusöm. Skjáskot/Instagram
mbl.is