Gerði grín að mynd Beyoncé

Sharon Kellaway stillti sér upp eins og Beyoncé gerði.
Sharon Kellaway stillti sér upp eins og Beyoncé gerði. skjáskot/Facebook

Það vakti athgyli í síðustu viku þegar Beyoncé birti uppstillta mynd af sér og nýfæddum tvburum sínum. Hin írska Sharon Kellaway eignaðist tvíbura á þessu ári rétt eins og söngkonan og ákvað því að herma eftir myndatöku Beyoncé. 

Kellaway ákvað að taka þessa grínmynd af sér þar sem henni finnst myndin af söngkonunni vera óraunsæ. En hún fékk sex ára gamla dóttur sína til þess að taka myndina af sér út í garði. Samkvæmt Daily Mail fékk hinsvegar Beyoncé vinsælan ljósmyndara til þess að taka myndir af sér. 

Með flísteppi yfir sér og slör í hárinu var Kellaway tilbúin í myndatökuna. Útkoman var þó ekki eins og hjá söngkonunni. „Ég velti fyrir mér hversu margar myndir Beyoncé þurfti til þess að ná þeirri réttu,“ skrifaði hún í hæðni. 

Sir Carter and Rumi 1 month today. 🙏🏽❤️👨🏽👩🏽👧🏽👶🏾👶🏾

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Jul 13, 2017 at 10:10pm PDTSharon Kellaway fann flísteppi og slör og skellti sér í ...
Sharon Kellaway fann flísteppi og slör og skellti sér í myndatöku. skjáksot/Facebook
mbl.is