Daniel Craig snýr aftur sem James Bond

Daniel Craig ætlar að halda áfram að leika breska njósnarann ...
Daniel Craig ætlar að halda áfram að leika breska njósnarann James Bond. AFP

Breski kvikmyndaleikarinn Daniel Craig mun snúa aftur til þess að leika James Bond að minnsta kosti einu sinni enn. 

Framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna staðfestir leikaravalið og segir myndina frumsýnda 8. nóvember 2019. 

Tilkynningin kom mörgum á óvart þar sem Craig sagði í viðtali fyrir tveimur árum að hann myndi frekar skera sig heldur en að leika James Bond aftur.

Craig hefur nú þegar leikið í fjórum James Bond-myndum.

Handrit myndarinnar verður skrifað af þeim sömu og seinustu sex 007 myndum, Neil Purvis og Robert Wade.

mbl.is

Bloggað um fréttina