Bjó í gistiskýli fyrir heimilislausa

Halle Berry lagði ýmsilegt á sig til þess í byrjun ...
Halle Berry lagði ýmsilegt á sig til þess í byrjun ferils síns. skjáskot/Instagram

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur ekki alltaf búið í flottu húsi í Hollywood. En þegar hún var 21 árs og vann að því að koma sér á framfæri hélt hún til í gistiskýli fyrir heimilislausa í New York. 

Berry sem hafði unnið sér inn pening fyrir fyrirsætustörf flutti til New York til þess að koma sér á framfæri. Eftir þrjá mánuði voru hinsvegar peningarnir búnir. „Ég hringdi í móður mína og bað hana um að senda mér peninga og hún sagði nei,“ sagði Berry samkvæmt Hello. 

Leikkonan heldur því þó fram að þessi neitun hafi verið góð fyrir sig þar sem hún kenndi henni margt. Móðir hennar sagði henni að ef hún vildi vera þarna þyrfti hún að finna út úr þessu sjálf. Því var tíminn í gistiskýlinu hluti af því að finna út úr málunum. 


Let's go on a living spree

A post shared by Halle Berry (@halleberry) on Jul 8, 2017 at 9:25am PDT

mbl.is