Boðflenna tekin niður uppi á sviði

Britney Spears lenti í óskemmtilegu atviki á tónleikum sínum.
Britney Spears lenti í óskemmtilegu atviki á tónleikum sínum. mbl.is/AFP

Hlé þurfti að gera á tónleikum Britney Spears í Vegas þegar tónleikagestur hljóp upp á svið. Segja má að slagsmál hafi brotist út á sviðinu þegar öryggisverðir og dansarar reyndu að ná tónleikagestinum niður. 

Söngkonunni var að sjálfsögðu mikið brugðið og hættu hún og dansarar hennar að flytja lagið Crazy þegar þau urðu var við tónleikagestinn. Poppstjarnan var send baksviðs á meðan öryggisverðir náðu tökum á boðflennunni en um samkvæmt ET Online tók um fimm mínútur að ná honum alveg niður. 

Í ljós kom að tónleikagesturinn uppátækjasami heitir Jesse Webb og er hann 37 ára. En Webb var handtekinn eftir atvikið. Áður en atvikið átti sér stað hafði hann verið beðinn um að yfirgefa tónleikana vegna óláta. 

mbl.is