Úr SKAM í erótískan spennutrylli

Sandvik Moe í hlutverki sínu sem Isak í SKAM.
Sandvik Moe í hlutverki sínu sem Isak í SKAM. Skjáskot/Skam

Norski leikarinn Tarjei Sandvik Moe, sem er helst þekktur fyrir leik sinn í unglingaþáttröðinni SKAM mun fara með aðalhlutverkið í nýrri norskri kvikmynd. Sandvik Moe, sem fór með hlutverk Isak í SKAM mun leika ungan mann í myndinni En affære, sem á í ástarsambandi við kennarann sinn.

Mótleikkona Sandvik Moe er Andrea Bræin Hovig en hún er 26 árum eldri en hann og þekkt í norska leikhúsheiminum. Í samtali við norska ríkissjónvarpið segir Sandvik Moe hlutverkið mikla áskorun. „Handritið er áskorun og hlutverkið mjög sérstakt. En ef það hefðue kki verið erfiðar senur hefði ég ekki viljað taka þátt,“ segir hinn átján ára gamli Sandvik Moe.

Leikstjóri myndarinnar, Henrik Martin Dahlsbakken, segir að hann hafi snemma í ferlinu vitað að hann vildi fá þau Hovig og Sandvik Moe í hlutverkin. „Ég hitti þau og skoðaði tenginguna á milli þeirra og það var án efa efa eitthvað þar. Þó það séu 26 ár á milli þeirra sá ég neista á milli þeirra.“

Sandvik Moe segir að hann hafi fengið mörg tilboð eftir að hann sló í gegn í SKAM en að hann sé vandlátur á hvað hann vilji gera. „Það hafa verið mörg tilboð en mikið af kjaftæði. Mikið af bulli sem ég vil ekki gera. Stundum virðist sem framleiðandinn vilji bara SKAM nafn í verkefnið til þess að fá umfjöllun,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler