Vill fá 53 milljónir fyrir Broncoinn

Hvíti Broncoinn er sögufrægur bíll.
Hvíti Broncoinn er sögufrægur bíll. mynd/samsett

Mike Gilbert, fyrrum umboðsmaður leikarans og ruðningskappans O.J. Simpsons vill selja hvíta Broncoinn sem Simpson notaði til þess að flýja undan lögreglunni í einum frægasta bílaeltingaleik sögunnar. 

Samkvæmt TMZ fæst bíllinn ekki gefins en hann vill að minnsta kosti fá hálfa milljón bandaríkjadala fyrir bílinn eða um 53 milljónir íslenskra króna. Gilbert vonast til þess að geta selt mönnunum í Pawn Stars bílinn en Pawn Stars er raunveruleikaþáttur á sjónvarpsstöðinni History. 

Gilbert fékk bílinn frá Al Cowlings sem keyrði O.J. Simpson árið 1994 á undan lögreglunni, en Simpson átti að gefa sig fram sama dag. 

mbl.is