Ýtti stjúpmóður sinni niður stiga

Díönu samdi illa við stjúpmóður sína.
Díönu samdi illa við stjúpmóður sína. mbl.is/AFP

Það hefur aldrei verið leyndarmál að Díönu prinsessu samdi illa við stjúpmóður, sína Raine Spencer, en í heimildarmyndinni Diana's Wicked Stepmother kemur fram að prinsessan hafi hrint stjúpmóður sinni niður stiga. 

Samkvæmt Daily Mail kemur fram að Raine Spencer sem kynntist föður Díönu, Spencer jarli stuttu eftir skilnað hans við móður Díönu, Frances Shand Kidd, samdi illa við börn stjúpbörn sín og kölluðu þau stjúpmóður sína acid Raine eða súru Raine. Atvikið átti sér stað árið 1989 á ættaróðali Díönu þar sem Raine sá um að halda brúðkaup bróður Díönu, Charles Spencer. 

Að sögn Ingrdi Seward, konunglegs ævisöguritara, varð Díana pirruð yfir því hversu litla athygli móðir hennar fékk frá Raine. Þær fóru að rífast sem endaði með því að Díana ýtti Raine niður stiga. 

„Hún var illa marin og í miklu uppnámi. Þetta var alls ekki réttlætanlegt, þetta var miskunnarlaus, grimmdarleg gjörð,“ sagði Sue Howe, aðstoðarkona Raine. En Howe sagði jafnframt að ástæðan hefði verið hvernig Díana skynjaði að komið væri fram við móður sína. „Ég held að Díana hafi verið stressuð. Þetta hljómar illa en hún var ekki miðpunktur athyglinnar í þessu tilviki,“ sagði Howe einnig. 

Það hefur ef til vill einnig setið í henni að Raine hindraði Díönu og systkini hennar í að hitta föður sinn eftir að hann fékk heilablóðfall og var í dái. 

Konurnar tvær sættust þó að lokum eftir að faðir Díönu dó og á prinsessan að hafa þakkað Raine fyrir þá ást sem hún sýndi Spencer jarli. 

Díana prinsessa.
Díana prinsessa.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler