Taylor Swift fór með sigur af hólmi

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn fyrrverandi David Mueller braut gegn tónlistarkonunni Taylor Swift og var gert að greiða henni einn Bandaríkjadal, sem jafngildir 107 krónum, í bætur líkt og hún hafði farið fram á. 

Þetta er niðurstaða dómstóls í Denver í Colorado en Swift sakaði Mueller um að hafa áreitt hana kynferðislega í júní 2013 þegar hún var 23 ára. Forsaga málsins er sú að Mueller, sem er á sextugsaldri, var ásamt kærustu sinni boðið að hitta Swift utansviðs í Denver á tónleikaferðalagi hennar. Eftir stutt spjall var stillt upp í myndatöku og þá fór Mueller, að sögn Swift, með höndina inn undir stuttan kjól hennar og kleip hana í rassinn.

Tveimur dögum eftir uppákomuna var Mueller rekinn úr starfi útvarpsþular hjá KYGO-FM og heldur hann því fram að það hafi verið vegna þrýstings frá starfsfólki Swift sem sendi yfirmönnum hans ljósmyndina og kvartaði undan háttsemi hans.

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Tveimur árum síðar, í september 2015, ákvað Mueller að fara í mál við Swift þar sem hann sakaði hana um að bera ábyrgð á atvinnumissi hans og löskuðu orðspori. Hann krafðist þess að fá þrjár milljónir dala í skaðabætur (317 milljónir ísl. kr.).

Swift svaraði fyrir sig með því að fara í mál við hann á móti vegna áreitninnar og fór fram á einn Bandaríkjadal í miskabætur. Fyrir helgi vísaði dómari kröfu Mueller frá og hefur nú dæmt Switft í vil.

Í gær hafnaði dómarinn einnig kröfum Mueller gagnvart móður Swift, Andreu Swift og starfsbróður hennar, Frank Bell.

Eftir að niðurstaða dómsins lá fyrir sendi Swift frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist alveg gera sér grein fyrir þeim forréttindum sem hún njóti í lífinu og að hún hafi ráð á því að verja sig fyrir rétti í dómsmáli sem þessu þrátt fyrir svívirðilegan kostnað við málshöfðun.

Hún vonist til þess að með málinu veiti hún öðrum aðstoð við að standa á rétti sínum. Því ætli hún sér að leggja samtökum sem styðja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis lið fjárhagslega.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson