Með giftingahringinn í fríi með kærustunni

Rio Ferdinand er ekki enn tilbúin að taka giftingahringinn af ...
Rio Ferdinand er ekki enn tilbúin að taka giftingahringinn af sér. skjáskot/Instagram

Knattspyrnustjarnan Rio Ferdinand er ekki ennþá tilbúin að taka af sér giftingahringinn þó svo hann sé komin með kærustu. En eiginkona hans lést úr brjóstakrabbameini fyrir tveimur árum aðeins 34 ára gömul. 

Ferdinand sem hefur verið að slá sér uppi með raunveruleikastjörnunni Kate Wright sást í fríi með stjörnunni í Portúgal ennþá með giftingahringinn á sér. En samkvæmt Daily Mail þá mun hann taka hringinn af sér þegar hann er tilbúinn. 

Ferdinand giftist Rebeccu Ellison árið 2009 og eignuðust þau þrjú börn saman. Ellison greindist fyrst með krabbamein árið 2014 og virtist hafa læknast af því. Árið 2015 kom það hinsvegar upp aftur og dó hún aðeins fimm vikum eftir að hún var aftur greind. Fyrr á þessu ári kom heimildarmyndin Being Mum And Dad. Ferdinand framleiddi myndina sem fjallaði um sorgarferli hans og barnanna þeirra þriggja. 

Rio Ferdinand ásamt konu sinni, Rebecca Ellison árið 2013.
Rio Ferdinand ásamt konu sinni, Rebecca Ellison árið 2013. mbl.is/AFP

Lovely day at sea, taking in the beautiful views 😍 .... wearing @rubyviolet1 🛥🍷👙🤗☀️👄

A post shared by Kate Wright (@xkatiewright) on Aug 16, 2017 at 5:42am PDT
mbl.is