Fjólublár var ekki uppáhaldslitur Prince

Prince ýtti undir hugartengslin og kom gjarnan fram í fjólubláum …
Prince ýtti undir hugartengslin og kom gjarnan fram í fjólubláum búningum, með fjólublá hljóðfæri og baðaður fjólubláu ljósi. AFP

Fjólublár var ekki uppáhaldslitur Prince. Hvernig má það vera? Kann einhver að spyrja, í ljósi þess að tónlistarmaðurinn fjölhæfi skaust á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Purple Rain og samnefndu lagi og var oftsinnis kallaður „Sá fjólublái“.

Fátt er um svör en Tyka Nelson, systir poppgoðsins, fullyrðir í viðtali við Evening Standard að það hafi alls ekki verið fjólublár; litur konungborinna, galdra og andaktar, sem hugnaðist bróður hennar best.

En hvaða litur var þá í uppáhaldi?

Appelsínugulur, segir Nelson.

Tilefni viðtalsins er sýning á munum í eigu Prince sem opnar í O2 í Lundúnum 26. október nk. Þar verður m.a. að finna, að sögn Nelson, Cloud-gítar bróður hennar, sem er einmitt appelsínugulur að lit.


Allt frá útgáfu Purple Rain, bæði myndarinnar og lagsins, hefur fjólublár verið hálfgerður kennilitur Prince, sem ýtti undir hugartengslin með fjólubláum búningum, hljóðfærum og lýsingu.

Þá er skemmst frá því að segja að fyrr í mánuðinum tilkynnti Pantone Color Institute til sögunnar nýjan lit til heiðurs tónlistarmanninum sáluga; Love Symbol #2, sem sækir innblástur í fjólublátt Yamaha-píanó stjörnunnar.

Prince lést 21. apríl 2016.

Love Symbol #2.
Love Symbol #2.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant