Borgaði 13 milljónir fyrir nudd og snyrtingu

Britney Spears þénaði mikið síðasta ár en eyddi líka miklu.
Britney Spears þénaði mikið síðasta ár en eyddi líka miklu. mbl.is/AFP

Árið 2016 var ekki ódýrt fyrir poppprinsessuna Britney Spears en hún eyddi rétt rúmum milljarði íslenskra króna á síðasta ári eða tæpum 11 milljónum dala. Hún er þó ekki á kúpunni þar sem hún græddi hátt 16 milljónir dala. 

Samkvæmt TMZ var stærsti útgjaldaliður söngkonunnar nudd, snyrting og neglur eða rúmlega 122.000 dollarar eða rúmar 13 milljónir íslenskra króna. Hún eyddi síðan hátt í 70.000 dollurum í föt eða hátt í sjö og hálfri milljón íslenskra króna. Hár og förðun kostaði hana síðan hátt í 25.000 dollara eða rúmar tvær og hálfa milljón íslenskra króna. 

Hún eyddi ekki alveg jafn miklu í hundana sína eins og hún eyddi í sjálfan sig en þeir kostuðu hana hátt í 30.000 dollara árið 2016 eða rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna. 

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP
mbl.is