Óþekkjanlegur Christian Bale

Christian Bale er búinn að bæta töluvert á sig.
Christian Bale er búinn að bæta töluvert á sig. mbl.is/AFP

Leikarinn Christian Bale var nánast óþekkjanlegur þegar hann mætti á frumsýningu myndarinnar Hostiles á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gær, mánudag. 

Leikarinn, sem er þekktur fyrir breyta líkamlegu atgervi sínu fyrir hlutverk, var búinn að bæta töluvert á sig og aflita á sér augabrúnirnar. Bale er að undirbúa sig fyrir að leika Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 

Bale sagði í viðtali sem birtist á Twitter síðu Variety að hann væri búinn að undirbúa sig undir hlutverkið með því að borða mikið af bökum. 

Christian Bale er búinn að breytast töluvert á þremur árum.
Christian Bale er búinn að breytast töluvert á þremur árum. mbl.is/AFP
mbl.is