Frank Vincent látinn

Frank Vincent lék marga mafíósa á sínum ferli.
Frank Vincent lék marga mafíósa á sínum ferli. ljósmynd/Imdb

Leikarinn Frank Vincent er látinn 78 ára gamall. Vincent lést í New Jersey eftir að upp komu erfiðleikar í hjartaskurðaðgerð sem hann var í. Samkvæmt TMZ fékk Vincent hjartaáfall í síðustu viku og var settur í aðgerð eftir það. 

Vincent lék gjarnan mafíósa, var meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt í The Sopranos-þáttunum. Leikstjórinn Martin Scorsese réð hann líka gjarnan í myndir sínar og lék hann í Goodfellas, Raging Bull og Casino. 

mbl.is