Tjáir sig um framhjáhaldið með Fisher

Harrison Ford og Carrie Fisher áttu í stuttu ástarsambandi þegar …
Harrison Ford og Carrie Fisher áttu í stuttu ástarsambandi þegar þau léku saman í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. mynd/samsett

Fimm vikum áður en leikkonan Carrie Fisher dó í desember í fyrra gaf hún út endurminningar sínar frá þeim tíma þegar hún lék Leu prinsessu í fyrsta sinn. Í bókinni lýsti hún þriggja mánaða ástarsambandi sínu við mótleikara sinn, Harrison Ford. Nú mörgum mánuðum eftir lát hennar tjáir Ford sig um framhjáhaldið. 

Leikarinn neitaði að ræða ástarsambandið þegar bókin kom út. Ekki aðeins var um sakleysislegt ástarsamband að ræða heldur var Ford 33 ára, kvæntur og átti tvö börn með eiginkonu sinni. Fisher var hins vegar aðeins 19 ára og því ung og reynslulaus. 

Í viðtali við GQ segist Ford ekki hafa lesið bókina og það hafi verið skrítið fyrir hann þegar bókin kom út. Ford var fámáll um bókarkaflann og vildi til að mynda ekki svara því hvort hann óskaði þess að kaflinn hafði ekki verið skrifaður. Að öðru leyti vildi hann ekki svara spurningum og fannst óþarfi að ræða þetta þar sem Fisher væri dáin. 

Harrison Ford.
Harrison Ford. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson