Svindlaði á öllum prófum

Kim Kardashian svindlaði á prófum þegar hún var í skóla.
Kim Kardashian svindlaði á prófum þegar hún var í skóla. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom fram í þætti Ellenar DeGeneres og var spurð brennandi spurninga. Þar sagði hún frá svindlaðferð sem hún notaði í öllum prófum í skóla.  

Kardashian var spurð að því hverju hún hafði leynt fyrir foreldrum sínum þegar hún var í skóla. Hún viðurkenndi að hafa svindlað í öllum prófum og greindi frá aðferðinni í leiðinni.

Kardashian sagðist hafa skrifað öll svörin í pilsið sitt að innanverðu með penna sem hægt var að þvo úr. Þar með þurfti hún bara að bretta upp pilsið og lesa svörin.

Raunveruleikastjarnan virtist vera nokkuð ánægð með þessa aðferð sína enda færu kennarar ekki að biðja nemenda um að bretta upp á pilsið sitt, það væri eins og kynferðisleg áreitni. 

mbl.is