Ánægð með að Rooney taki út sína refsingu

Coleen Rooney vonast til þess að Wayne Rooney þroskist við ...
Coleen Rooney vonast til þess að Wayne Rooney þroskist við að sinna samfélagsþjónustu. Skjáskot/Instagram

Coleen Rooney, eiginkona knattspyrnukappans Waynes Rooney, er ánægð með að eiginmaður sinn þurfi að taka út sína refsingu eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Wayne Rooney var sviptur ökuréttindum og dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í 100 klukkustundir. Er Coleen sögð vonast til þess að Wayne þroskist við að sinna samfélagsþjónustunni. 

Samkvæmt The Sun á Coleen sem á von á sínu fjórða barni með Wayne að hafa sagt fjölskyldu og vinum þetta. „Hún heldur að þetta sé áfallið sem hann þurfi til þess að fullorðnast. Hún hefur alltaf sagt að hann sé eins og fjórða barnið hennar,“ sagði heimildarmaður og bætir við að hann sé eins og stórt barn. Hann geri ekki neitt á heimilinu og spili bara tölvuleiki. 

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. mbl.is/AFP
mbl.is