Fimmti GOT-forleikurinn í bígerð

Game of Thrones-aðdáendur þurfa ekki að örvænta.
Game of Thrones-aðdáendur þurfa ekki að örvænta.

Stefnt er að því að fimm nýjar þáttaseríur úr söguheimi Game of Thrones fari í framleiðslu á næstu misserum. Variety greinir frá því að Bryan Cogman, einn handritshöfunda og framleiðenda Game of Thrones, hafi verið beðinn að skrifa fimmta þáttaröðina. Áður höfðu fjórar nýjar þáttaraðir verið kynntar. Gefið hafði verið út hverjir helstu handritshöfundar hinna fjögurra þáttaraðanna yrðu.

Lítið hefur verið gefið upp um innihald nýju þáttaraðanna annað en þær eigi að gerast áður en atburðirnir sem sagt er frá í Game of Thrones áttu sér stað og muni ekki fjalla um helstu persónur þáttanna.

mbl.is