Finnsk Sjónarrönd á RIFF

Úr Tom of Finland.
Úr Tom of Finland.

Finnskar kvikmyndir verða sýndar í flokknum Sjónarrönd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. september, og þeirra á meðal er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna á næsta ári fyrir bestu erlendu kvikmyndina, Tom of Finland, eftir leikstjórann Dome Karuoski. Myndin hlaut FIPRESCI-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg fyrr á árinu og er tilnefnd af Evrópsku kvikmyndaakademíunni sem besta evrópska myndin fyrir árið 2017. Í henni er rakin sagan af því hvernig finnski listamaðurinn Touko Laaksonen hlaut alþjóðlega frægð fyrir erótískar teikningar sínar af stoltum og vöðvastæltum hommum en hann merkti myndirnar með listamannsnafninu Tom of Finland.

Aðrar finnskar kvikmyndir sem sýndar verða í Sjónarrönd eru:

Joka toinen pari/Hvert annað par eftir Mia Halme, heimildarmynd um „augnablikin þegar við áttum okkur á því að líf okkar muni breytast varanlega“, augnablik aðskilnaðarins, eins og segir í tilkynningu.

Armomurhaaja/Góðhjartaði drápsmaðurinn eftir leikstjórann

Teemu Nikki sem fjallar um fimmtugan vélvirkja og dýravin sem refsar þeim sem vanrækja dýrin sín.

Isäni tähtien taka/Faðir minn frá Síríus er heimildarmynd eftir leikstjórann Einari Paakkanen sem byggð er á ævi hans en um hana segir: „Æska Einaris hefði getað verið eins og hjá hverjum öðrum finnskum strák. En allt breyttist þegar pabbi hans fékk uppljómun og hóf að eiga samskipti við verur utan úr geimnum.“

Kuun metsän Kaisa/Álagaskógur Kaisu eftir Katja Gauriloff fjallar svo um ævilanga vináttu, aldagamla þjóðsögu um norðurljósin og menningu sem var næstum því eyðilögð í seinni heimsstyrjöldinni.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á riff.is og stiklur úr kvikmyndunum á YouTube. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant